Occitanie er eitt af 18 héruðum Frakklands og er það syðsta á meginlandinu. Það var skapað árið 2016 með sameiningu Languedoc-Roussillon og Midi-Pyrénées. Nafnið ber keim af Occitania sem var sögulegt stærra svæði. Occitanie er næststærsta hérað landsins og er tæpir 73.000 ferkílómetrar og eru íbúar tæpar 6 milljónir.

Occitanie.

Helstu borgir eru: Toulouse, Montpellier, Nîmes og Perpignan.