OpenStreetMap
OpenStreetMap (skammstafað OSM) er samvinnuverkefni með það að markmiði að búa til frjálst kort af heiminum. Verkefnið er wiki-verkefni (líkt og Wikipedia) sem hver-sem-er getur lagt fram gögn í og bætt þannig kortagrunninn, en bæði grunnurinn sjálfur og afleidd kort byggð á honum eru undir Open Database License hugverkaleyfinu.[1]
Vefslóð | https://www.openstreetmap.org/ |
---|---|
Slagorð | The Free Wiki World Map |
Rekin í ágóðaskyni? | Nei |
Gerð | Samvinnukortaverkefni |
Skráning | Aðeins til að breyta gögnunum |
Eigandi | OpenStreetMap stofnunin (enska: OpenStreetMap Foundation) |
Stofnað af | Steve Coast |
Hleypt af stokkunum | 1. júlí 2004 |
OpenStreetMap grunnurinn er að mestu búinn til af sjálfboðaliðum sem ferðast um með GPS tæki í upptökuham og láta tækið skrá GPS ferla sem sýna hvert leiðin lá. Grunnkortagögnunum er svo breytt með hliðsjón að ferlunum. Einnig eru þó notuð annarskonar gögn við að halda við grunninum, t.d. kortagögn frá hinu opinbera enda hafi þau verið gefin út undir samhæfum leyfum. OpenStreetMap er til dæmis notað í ókeypis forritinu Marble.
Tilvísanir
breyta- ↑ Richard Weait (12. september 2012). „OpenStreetMap data license is ODbL v1.0“. OSM Foundation. Sótt 31. mars 2019.