Open BIC
(Endurbeint frá O'pen BIC)
Open BIC eða O'pen BIC er lítil einmenningskæna frá franska pennaframleiðandanum Bic. Open BIC eru hugsaðir sem keppnisbátar fyrir börn og unglinga sem vaxin eru upp úr Optimist. Open BIC eru þríhyrndir plastbátar með eitt stórsegl úr plastfilmu. Mastrið er staðsett nálægt stefni bátsins. Þeir eru 2,75 metrar á lengd og vega 45 kg án seglabúnaðar. Besta þyngd siglingamanns er 65kg en mesta þyngd 90kg. Hægt er að nota reiða af Optimist á Open BIC þannig að þeir sem uppfæra geta látið nægja að kaupa aðeins skrokkinn í byrjun.