Chihuahua (hundategundinn)

breyta

Hundategundin Chihuahua er orðin ein vinsælasta tegundinn af hundi sem fólk leitast eftir að eiga sem gæludýr, þeir eru orðnir gríðalega vinsælir einnig á Íslandi.

Chihuahua
Chihuahua

Saga og útlit

breyta

Uppruni Chihuahua er ekki beint þekktur en vísbendingar segja að upprunni hans komi frá Mexíkó eða allavega forfeður Chihuahua. Chihuahua var mjög fágæt hundategund allt til ásins 1900 en þá hófst ræktun á tegundinni en það tók langan tíma að byggja upp stofninn. Fyrst var hun aðeins ræktuð í Bandaríkjunum og Mexíkó en á árunum 1930-1950 fluttu nokkrir frumkvöðlar tegundina til Bretlands. Almennar vinsældir Chihuahua komu ekki fyrr en uppúr 1960. [2]

Útlit

breyta

Aðalsmerki Chihuahua er eplalagað höfuð, skott sem er borið í boga eða hálfhring yfir bakið og reist eyru. Hundurinn skal vera örlítið lengri en hann er hár og þéttbyggður. Trýnið á að vera beint og stutt og ennið að bunga örlítið yfir rót trýnisins. Augu skulu ekki vera útstæð , en eiga að stór, sýna mikil svipbrigði og vera mjög dökk. Eyru skulu vera vel opin , upprétt og stór. Tvær feldgerðir eru leyfinlegar en það er síður feldur og snöggur( stuttur) feldur. [3]

Stutthærður Chihuahua
Stutthærður Chihuahua
Síðhærður chihuahua
Síðhærður Chihuahua

Stærð Chihuahua er aðeins mæld í þyngd og skal hann vera frá 500gr upp að 3 kg, en kjörþyngd er á milli 1,5 - 3 kg. [4]


Eiginleikar, skapgerð og heilsufar

breyta

Eiginleikar og skapgerð

breyta

Chihuauha eiga að vera öruggir , hugaðir og glaðir þrátt fyrir smæð sína. Þeir gefa stærri hundum ekkert eftir í hreyfingu og geta verið skemmtilegir í þjálfun. Þeir eru ekki mikið fyrir kalt veðurfar, snjó eða rigningu. Sól og hlýja er þeim að skapi og oftast liggja þeir þar sem sólargeisla koma inn um gluggan. " Þeir eru ,,holudýr“ og finst oft gott að troða sér undir sæng, teppi, eða kúra í yfirbyggðu bæli eða búri."[1]

Chihuahua eru mjög klárir og sniðugir að ná sínu fram , en eigandinn þarf að vera sniðugri og beita jákvæðum aga án hörku til að fá hundinn með sér.

Chihuahua er sagður stór hundur í litlum líkama enda er hann mjög hugrakkur og lætur óhikað alla vita að hann sé bestur , mestur og stærstur. [[5]]

Chihuahua
Chihuahua

Heilsufar

breyta

Algenasta heilsufarsvandamál Chihuahua er hnéskeljalos. En sumir hundir eru með opna frontanellu, en þá er gat á höfuðkúpu hans, eins og gerist hjá ungabörnum. Ef hundur er með stóra opna fontnellu er heili hans óvarinn og stundum kemur fyrir að hundarnir séu með svokallað vatnshöfuð. [6] .

" Bit og tanngallar eru ekki óalgengir. Chihuahua þolir illa kulda og þá sérstaklega snögghærða afbrigðið. Almennt eru hundar af tegundinni þó nokkuð heilsuhraustir en hundar sem eru mjög litlir, ,,tecup“ eða ,,dvergar“ eru þó líklegri til þess að hafa heilsufarsvandamál en þeir sem eru í eðlilegri stærð.[2]"

Heimildir og tilvísanir

breyta

Hundasamfélagið :

Hrímnis Chihuahua :

  1. [1]Þeir eru ,,holudýr“ og finst oft gott að troða sér undir sæng, teppi, eða kúra í yfirbyggðu bæli eða búri.
  2. Bit og tanngallar eru ekki óalgengir. Chihuahua þolir illa kulda og þá sérstaklega snögghærða afbrigðið. Almennt eru hundar af tegundinni þó nokkuð heilsuhraustir en hundar sem eru mjög litlir, ,,tecup“ eða ,,dvergar“ eru þó líklegri til þess að hafa heilsufarsvandamál en þeir sem eru í eðlilegri stærð.

[1]


  1. Almennt eru hundar af tegundinni þó nokkuð heilsuhraustir en hundar sem eru mjög litlir, ,,tecup“ eða ,,dvergar“ eru þó líklegri til þess að hafa heilsufarsvandamál en þeir sem eru í eðlilegri stærð.