Ornolfurhrafn
Aubrey Drake Graham(fæddur þann 24. október 1986) betur þekktur sem Drake er einn vinsælasti tónlistamaður samtímans. Drake kemur frá Kanada og er fæddur inn í tónlistarfjölskyldu. Drake kom fyrst á sjónsvið heimsins í þáttaröðinni Degrassi: The Next Generation árið 2001 sem persónan Jimmy Brooks í 145 þáttum en hann kvaddi þáttaröðina árið 2007 þegar hann ákvað að elta drauma sína, að verða tónlistamaður. Sama ár og hann hætti í Degrassi gaf hann út fyrsta "mixtape-ið" sitt sem hann kallaði Room for Improvement sem hann fylgdi síðan með tveimur öðrum "mixtape-um" Comeback Season og So Far Gone. Í kjölfarið fékk Drake samning hjá einum stærsta rapp-útgefanda fyrirtæki Bandaríkjanna, Young Money Entertainment árið 2009 en enginn annar en Lil Wayne er eigandi útgáfufyrirtækisins.
Fyrsta stúdíó albúmið hans á vegum Young Money kallaði hann Thank Me Later sem kom út árið 2010. Platan opnaði númer 1 á Billboard lista Bandaríkjanna og var ekki lengi að verða platínu albúm, það er að selja milljón eintök. Næstu tvær plötur sem hann gaf út voru Take Care árið 2011 og Nothing Was the Same árið 2013. Sú fyrri seldi rúmlega 4 milljónir eintök (fjórföld platína) og sú síðari 3 milljónir. Platan Take Care var valin besta Rapp-albúmið það árið og skilaði Drake sínum fyrstu Grammy verðlaunum. Hann fylgdi því með tveimur "mixtape-um", If You're Reading This It's Too Late og svo What a Time to Be Alive sem er plata sem hann gaf út með einum af stærstu nöfnum rapptónlistar í dag, Future. Báðar plöturnar seldu yfir 2 milljónir eintök hvor um sig. Árið 2016 gaf Drake út fjórða albúmið sitt sem heitir Views. Platan sló mörg met í hlustun og sölu í bæði í Bandaríkjunum og víðarsvegar um heiminn. Views er skemmtilegt bland af rapp- og popptónlist og sat á toppi Billboard listans í 10 vikur og var fyrsti sóló-artistinn í 10 ár til að afreka það. Lagið One Dance sat einnig á topplistum í fjölda landa í heiminum, t.d. í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Lagið Hotline Bling af plötunni skilaði honum 2 Grammyverðlaunum í safnið. Síðan í mars 2017 gaf Drake út plötuna More Life og var 7. plata/mixtape sem hann gefur út sem nær 1. sæti á Billboard listanum og situr enn í efsta sæti listans, ásam því að slá mörg hlustanamet á Spotify og Youtube.
Ásamt þremur Grammy verðlaunum hefur Drake unnið 3 Juno verðlaun og 6 BET verðlaun ásamt því að eiga 24 lög sem hafa toppað á Billboard listanum, fleiri en allir tónlistarmenn í heiminum.
Listi yfir albúm og mixtape
breyta- So Far Gone (2009)
- Thank Me Later (2010)
- Take Care (2011)
- Nothing Was the Same (2013)
- If You're Reading This It's Too Late (2015)
- What a Time To Be Alive (2015)
- Views (2016)
- More Life (2017)
Fróðleiksmolar
breyta- Drake er hálfur gyðingur, mamma hans er gyðingur.
- Uppáhaldsskyndibitinn hans er McDonalds
- Hans helstu fyrirmyndir í lífinu eru tónlistamaðurinn Pharrell Williams og Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington
- Hann er með sitt eigið fatamerki sem hann kallar OVO og fatamerkið Jordan sem Michael Jordan á framleiðir strigaskó tileinkaða rapparanum.
- Hann á sitt eigið útvarpsprógram á Beats 1 Radio sem kallast OVO Radio.
- Hann hefur einnig framleitt tónlist undir nafninu Champagne Papi fyrir t.d. Rita Ora, Trey Songz, Jamie Foxx og Alicia Keys.
- Helstu áhrifavaldar hans í tónlist eru Jay-Z, Kanye West og Lil Wayne.
- 10. júni er tileinkaður Drake í Houston, Texas. Kallast Drake Day.
- Hann stússast mikið í kringum NBA liðið Toronto Raptors. Drake er frá Kanada og Toronto er eina NBA liðið í Kanada þannig það er hans uppáhaldslið. Í Toronto er annaðslagið haldið "Drake Night" þegar liðið á heimaleik og þá er allskonar varningur til sölu á leikvanginum, fólk hefur fengið gefins boli merkta Drake og Raptors og margt fleira.
- Frændi hans, Larry Graham spilaði á bassa fyrir Prince.
Tilvísanir
breyta- tilvísun [[Drake]]
- tilvísun [[40 Things You Didn't Know About Drake]]