Notandi:Maxí/Sjálfsfróun


Sjálfsfróun (sjálfsþæging eða fýsnarfróun) er þegar maður eða kona þægja eigin kynhvöt með því að örva eigin kynfæri og endar oftast með fullnægu. Oftast er um að ræða eintóma líkamssnertingu, hönd á kynfærum, en einnig nota sumir kynlífsleikföng eða aðra hluti. Sjálsfróun er algengust í einrúmi, en einnig er til gagnkvæm fýsnarfróun. Sjálfsfróun er einnig algeng meðal dýra.