Ég er:

  • fjölskyldufaðir og fyrirvinna heimilisins, með indæla verðandi eiginkonu, tvo stráka (f. 16.03.98 og 11.01.06) og einn á leiðinni (08.05.08) þegar þetta er ritað.
  • fjarnemi í tölvunarfræði við HR (fyrst skráður í tölvunarfræðinám 1990 í HÍ, sumsé búinn að vera 18 ár í BS náminu)
  • verkefnastjóri hjá hugbúnaðarhúsinu Alf ehf, sem átti að vera tilbúið með vöru sína 2006 (við þraukum enn í þróunarstarfinu)
  • framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Hjúpur ehf, sem sérhæfir sig í fjarskiptalausnum undir vörumerkinu Síma-Lína
  • frímerkjasafnari, með áherslu á íslensk frímerki
  • áhugamaður um skák, með aðeins 1700 ELO stig (sem þýðir að flest allir vinna mig, en mér er sama, alltaf jafn gaman að tefla)
  • bridgespilari, sem vermt hefur neðsta sæti í keppnum oftar en ég kæri mig um að muna (held samt áfram)
Málkassi
is-N Þessi notandi hefur íslenskumóðurmáli.
en-2 This user has intermediate knowledge of English.
da-1 Denne bruger har grundlæggende kendskab til dansk.
de-0 Dieser Benutzer beherrscht Deutsch nicht (oder versteht es nur mit beträchtlichen Schwierigkeiten).
Þessi notandi er háskólanemi.
Notendur eftir tungumáli