Notandi:Ivarara59/Patreksfjörður heitir

Patreksfjörður heitir eftir Patreki byskup í Suðureyjum, eins og segir í Landnámabók.

Patreksfjörður er syðstur sunnanverðra Vestfjarða, yst marka fjöllin Blakkur og Tálkni munn Patreksfjarðar en Tálknafjörður og Patreksfjörður hafa sameiginlegan flóa sem þó er kenndur við Patreksfjörð sem er stærri. Þéttbýli fór að myndast um 1900 á Vatneyri og Geirseyri sem óx nokkuð hratt mesta 20 öldina eftir því sem útgerð, fiskvinnsla og viðskipti með fiskafurðir óx.

Sauðlauksdalur er við sunnanverðan Patreksfjörð, þar er eða var talið að séra Björn Halldórsson hafi fyrstur til að rækta kartöflur á Íslandi, en Börn Halldórsson var áhugamaður um margskonar ræktun og gaf út rit til leiðbeingar um ræktun. Sauðlaukar sem dalurinn er kenndur við er grastegund sem sauðfé er sólgið í.

Úr Landnámabók Sturlu "Örlygur hét son Hrapps Bjarnarsonar bunu; hann var að fóstri með hinum (helga) Patreki byskupi í Suðureyjum. (Hann) fýstist að fara til Íslands og bað, að byskup sæi um með honum. Byskup lét hann hafa með sér kirkjuvið og járnklukku og plenárium og mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafina. Byskup bað hann þar land nema, er hann sæi fjöll tvö af hafi, og byggja undir hinu syðra fjallinu, og skyldi dalur í hvorutveggja fjallinu; hann skyldi þar taka sér bústað og láta þar kirkju gera og eigna hinum helga Kolumba." Eftir vetursetu tók ´Örlygur sig upp úr Örlygshöfn í sunnanverðum Patreksfirði, sigldi suður fyrir Breiðafjörð og Snæfellsnes, inn Faxaflóa og settist að á Kjalarnesi.