Hrafn Andrés Harðarson er fæddur í Kópavogi 9. apríl 1948. Stúdent frá M. A. 1968 úr máladeild. Nam bókasafns- og upplýsingafræði við Polytechnic of North London 1969-1972 og lauk þaðan prófi sem Associate of the Library Association. Síðar stundaði hann rannsóknir og skrifaði ritgerð um bókasöfn og aðgengi almennings að heimsbókmenntum í Noregi, Lettlandi, Englandi og á Íslandi. Hann er nú Fellow með titilinn FCLIP (Fellow of the Chartered Institute of Library and Information Professionals, UK). Hrafn hóf störf sem bókavörður á Borgarbókasafni Reykjavíkur 1968. Að loknu námi tók hann við forstöðu Bústaðaútibús Borgarbókasafns og rekstri bókabíla. Árið 1976 hóf hann störf við Bókasafn Kópavogs og tók þar við forstöðu af Jóni úr Vör árið 1977. Hrafn var stundakennari í Háskóla Íslands frá því hann lauk námi og til 1987, kenndi um almenningsbókasöfn og stjórnun bókasafna. Þá vann hann einnig við bókasafn Veðurstofu Íslands í hlutastarfi. Hrafn hefur gefið út ljóðabækur og skrifað greinar í blöð og tímarit.

Bókasafn Kópavogs er almenningsbókasafn rekið af Kópavogsbæ. Það er til húsa að Hamraborg 6a og útibú er rekið í Lindaskóla, Lindasafn að Núpalind 7. Safnið er opið alla daga vikunnar sjá heimasíðuna http://www.bokasafnkopavogs.is

Bókasafnið er á þremur hæðum og í sömu byggingu er einnig Náttúrufræðistofa Kópavogs. --Hrafnah 11:42, 10 júlí 2007 (UTC)Hrafn A. Harðarson