Notandi:Hjaltisnaer/sandkassi
Katherine Mansfield
breytaKathleen Mansfield Murry (fædd Beauchamp; 14. október 1888 – 9. janúar 1923) var nýsjálenskur rithöfundur og ljóðskáld sem gaf verk sín út undir höfundarnafninu Katherine Mansfield. Hún er þekktust fyrir smásögur sínar sem bera skýr einkenni módernisma. Mansfield flutti til Englands nítján ára að aldri og vingaðist þar við aðra rithöfunda á borð við D.H. Lawrence og Virginiu Woolf. Hún dó úr berklum 34 ára að aldri.
Æviágrip
breytaKatherine Mansfield fæddist í Wellington á Nýja Sjálandi árið 1888. Hún tilheyrði auðugri fjölskyldu og fékk því frá upphafi að mennta sig sem var alls ekki sjálfsagt fyrir konur á þessum tíma. Aðeins ellefu ára gömul var Mansfield send til Englands í skóla og eftir þann tíma fann hún að þar ætti hún frekar heima heldur en á Nýja Sjálandi. Nítján ára gömul fékk hún blessun foreldra sinna til þess að flytja aftur til Englands en þá hafði hún lokið námi þar og verið flutt aftur til Nýja Sjálands.
Mansfield var tvíkynhneigð en hún hélt dagbækur sem hafa gefið þá vitneskju seinna meir að Mansfield átti í kynferðislegu sambandi við bæði konur og karla. Sá maki sem stóð upp úr hjá Mansfield var maðurinn John Middleton Murry en þau héldu sambandi í einhverri mynd á meðan Mansfield lfiði. Samband þeirra hefuru verið tengt við allmargar persónur í sögum Mansfield án þess að það hægt sé að fullyrða að hún hafi notað sjálfa sig sem beina fyrirmynd.
Mansfield samdi meðal annars smáögurnar „Je ne parle pas français“ (1918), „Bliss“ („Sæla,“ 1918), „Miss Brill“ (1920) og „The Garden Party“ (1922). Þessar sögur bera allar skýr einkenni módernisma, m.a. órætt sjónarhorn og vitundarflæði.
Í desember 1917 greindist Mansfield með berkla. Hún óttaðist það að þurfa gefa skrif sín upp á bátinn sökum veikinda og vera þvinguð til vistar á sjúkrahæli. Hún fluttist af þessum sökum til Frakklands og bjó á hóteli þar. Í Frakklandi glímdi Mansfield við þunglyndi en hélt þó áfram ritstörfunum. Fljótlega versnaði sjúkdómurinn en Mansfield var mjög áköf í því að ná bata og berjast fyrir lífi sínu. Hún lést síðan 9. janúar 1923.
Katherine Mansfield átti mikið af óútgefnu efni þegar hún féll frá. John Middleton Murry tók að sér að gefa þetta efni út eftir andlát hennar.
Smásögur í íslenskum þýðingum
breyta· „Flugan“ („The Fly“), þýð. Þorsteinn Jónsson, í Sögur frá Bretlandi (Reykjavík: Menningarsjóður, 1949), bls. 244-252.
· „Sjóferðin“ („The Voyage“), þýð. Anna María Þórisdóttir, Vikan 26. apríl 1979.
· „Sæla“ („Bliss“), þýð. Anna María Þórisdóttir, í Íslenskar smásögur, 5. bindi (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1985), bls. 373-394.
· „Ungfrú Brill“ („Miss Brill“), þýð. Eiríkur V. Albertsson, í Smásögur: frægir höfundar, 1. bindi (Reykjavík: Glóðafeykir, 1946), bls. 54-62.