Notandi:Friðgeir Óli Bjarnason/sandkassi
Thomas Gresham
breytaThomas Gresham (1519-1579) var enskur kaupsýslumaður og helsti efnahagsráðgjafi Elísabetar 1 Englandsdrottningar. Hann starfaði einnig fyrir Játvarð VI Englandskonung og hálf-systur hans "Blóð" Maríu I Englandsdrottningu. Gresham er þekktur fyrir að hafa sett fram efnahagslögmálið um góða og slæma peninga, (enska: "Bad money drives out good") sem er þekkt sem "Lögmál Gresham." Gresham er talinn með fyrstu fulltrúum kaupauðgisstefnunnar. Hann taldi að ríkið ætti að efla útflutning en hefta innflutning til þess að stuðla að innflæði góðmálma, sem hann taldi undirstöðu auðs.
Ævi
breytaThomas Gresham eldri fæddist árið 1519 í London, Englandi. Fæðingardagur hans er ekki þekktur. Gresham hlaut menntun sína í St. Paul's skólanum í London. Að því loknu sendi faðir hans, Sir Richard, hann í háskólann í Gonville and Caius College, Cambridge, þar sem hann hinsta ósk væri að sonur hans gerðist kaupmaður. Á sama tíma og Gresham stundaði nám í Cambridge var hann lærlingur hjá frænda sínum Sir John Gresham, í Mercers´ Company.
Árið 1551 var Gresham skipaður fulltrúi krúnunnar í Antwerpen, en í því fólst að hann var umsjónarmaður skulda ensku krúnunnar við fjármálamenn og banka á meginlandi Evrópu. Antwerpen var á þessum tíma ein af miðstöðvum evrópskra fjármála. Gresham gengdi embættinu í 16 ár, en á þeim tíma kynntist hann gjaldeyrismörkuðum og starfsemi fjármagnsmarkaða. Þökk sé útsjónarsemi og giftusælli umsjón Gresham með ríkisskuldum Englands tókst krúnunni að greiða upp skuldir sínar á fáeinum árum. Gresham var verðlaunaður með landareignum og aðalstign.
Gresham lést 1579 auðugur maður. Hluta af auðæfum hans runnu til stofnunar Gresham College, fyrsta háskóla Lundúna. Skólinn tók ekki við nemendum, en hélt opna fyrirlestra fyrir almenning. Skólinn lék mikilvægt hlutverk í vísindabyltingu 17. aldar. Sex kennaraembætti voru við skólann, þar á meðal fyrstu föstu stöðurnar í Englandi í stjörnufræði og rúmfræði. Meðal kennara við skólann var William Petty, einn af frumkvöðlum hagfræðinnar og upphafsmaður hagmælinga.
Framlög til hagfræðinnar og hagstjórnar
breytaElísabet 1 Englandsdrottning leitaði til Gresham til að fá ráð um hvernig ráða mætti niðurlögum verðbólgu sem hafði geisað eftir að Henry VIII reyndi að leysa fjárhagsvandræði krúnunnar með því að minnka silfurinnihald myntarinnar. "Stýfingin mikla" (enska: the Great Debasement) hafði minnkað sifurinnihald myntarinnar á árunum 1543-1551 úr 92.5% í 25%. Afleiðingin var mikil verðbólga, óvissa um verðmæti myntar og gengisfall enska pundsins á gjaldeyrismarkaði Antwerpen. Lausn Gresham var að kalla inn alla enska mynt, og láta slá nýja mynt með sama silfurinnihaldi og gilt hafði fyrir 1543. Með þessu endurreisti hann tiltrú á gjaldmiðilinn og kom aftur á verðstöðugleika.
Gresham talaði fyrir ríkisstuðningi við enska kaupmenn og eflingu enskra utanríkisviðskipta undir styrkri handleiðslu ríkisins. Meðal aðgerða Gresham var stofnun Konunglegu Kauphallarinnar árið 1565. Kauphöllin átti að keppa við kauphöllina í Antwerpen og styrkja stöðu enskrar utanríkisverslunar.
Lögmál Gresham um góða og slæma peninga
breyta... þarf að stytta og gera skýrara - vísa aftur til verðbólgunnar og aðgerða Gresham
Nota HET síðuna sem heimild,
Í Samuels et al (sem er á Canvas) er þessi útskýring á Gresham's Law, sem þið getið líka stuðst við:
Money was a perennial topic of discussion for a number of reasons. Money consisted of coins at that time, and the English coinage was in a very poor state because of wear and clipping. By the time of the eventual recoinage in 1696, coins had on average fallen to half their supposed weight. Gresham’s Law (named after Sir Thomas Gresham, advisor to Queen Elizabeth), that “bad money drives out good” because it pays to pass on coins with a low metal content and melt down better coins for the metal, was at work – the mint issued full weight coins, but 99 percent vanished from circulation." (bls. 81)
...
Lögmálið um ,,góðan" og ,,slæman" pening er nefnt í höfuðið á Thomasi Gresgham. Engin sönnunargögn liggja þó fyrir um að hann hafi lagt lögmálið fram en hann vitnaði þó mikið til kjarna þess er hann var uppi. Lögmálið fjallar um tvær mismunandi tegundir peninga, þá ,,góðu" og þá ,,slæmu". ,,Góðir" peningar eru vanmetnir þar sem að litlu munar á nafnvirði þeirra og virði þess málms sem þeir eru búnir til úr. Slíkir peningar eru gjarnan búnir til úr nikkel, kopar og öðrum verðmætum málmum. ,,Slæmir" peningar eru á hinn boginn ofmetnir þar sem að nafnvirði þeirra fer fljótt hrakandi. Lögmálið heldur því fram að slæmir peningar reki góða peninga úr umferð.
Kjarni lögmálsins er í meginatriðum byggt á þeim myntum og heildarvirði þess málms sem notaður var til þess að búa til peningana. Gull og silfur var gjarnan mikið notað til þess að búa til peninga. Á 16. öld áttaði almenningur sig á því að tilteknir málmar voru meira virði en peningarnir sem voru búnir til úr þeim og byrjaði fólk að svívirða myntina. Fólk tók sig einnig til og skafaði hluta málmsins af peningnum og seldi til þriðja aðila. Öll þau mynt sem er í umferð í dag er framleidd úr ódýrum málmum og eru rendur á endum þess til að koma í veg fyrir að slíka svívirðing mynta sem átt sér stað á öldum áður. Gresham var meðvitaður um þá breytingu sem varð á myntunum og hóf samstarf með drottningunni við það að aðskilja enska mynt út frá framleiðsludegi þeirra. Söfnuðu þau þá þeim þeim myntum sem framleidd voru úr silfri og bræddu niður, og var það því að meira virði en nafnvirði myntarinnar. Gresham sá að ,,slæmu" peningarnir voru að reka ,,góða" peningana úr umferð, þar sem að fólk afhenti frekar "slæmu" myntina við viðskipti en hina "góðu" og héldu "góðu" myntinni fyrir sjálfan sig.
Lögmálið hafði áður verið sett fram og skrifað um í Grikklandi á fornöldum. Lögmálið fékk ekki formlega nafnið Gresham's Law fyrr en um miðja 19. öld þegar skoski hagfræðingurinn Henry Dunning Macleod nefndi það eftir Thomasi Gresham sjálfum. Með tímanum hafa útgefendur mynta gefið henni náttúrulegt gildi og minnkað magn og hlutfall málms við framleiðslu. Það hefur jafnframt leitt til minna markaðsvirði.