Kynning breyta

Ég heiti Fjóla Þorvaldsdóttir og er sérkennslustjóri í leikskólanum Furugrund í Kópavogi. Eg er á námskeiði þar sem ég læri að nota Wiki í námi og kennslu. Ég á heima í Kópavogi.

Leikskólinn Furugrund breyta

Leikskólinn Furugrund hóf starfsemi sína 8. apríl 1978. Til ársins 1988 var leikskólinn tveggja deilda dagheimili þar sem 36 börn dvöldu allan daginn. Á tíu ára afmæli skólans var tekin í notkun viðbygging sem hýsir Álfastein og Dvergastein í dag. Börnin sem dvelja í leikskólanum í dag eru 80 og á aldrinum 1. - 5 ára. Leikskólinn er einsetinn.

Af hverju Wiki breyta

Ég er að læra á Wiki vegna þess að ég held að það kerfi geti verið kjörið til þess að halda utanum fræðsluefni sem ég vinn að og nota í leikskólanum. Bæði er um að ræða efni fyrir kennara og nemendur.

 
Hestar að vetrarlagi

 


Halldór Laxness breyta

Halldór (Kiljan) Laxness (fæddur Halldór Guðjónsson 23. apríl 1902 – dáinn 8. febrúar 1998) var íslenskur rithöfundur og skáld, jafnan talinn einn helsti íslenski rithöfundurinn á 20. öld.

Halldór var sonur Sigríðar Halldórsdóttur (fædd 1872) og Guðjóns Helgasonar (fæddur 1870). Fyrstu æviárin bjó hann í Reykjavík en flutti að Laxnesi í Mosfellssveit árið 1905.


Hann tók fljótt að lesa bækur og skrifa sögur, og þegar hann var 14 ára gamall fékk hann sína fyrstu grein birta í Morgunblaðinu undir nafninu H.G. Ekki löngu síðar birti hann grein í sama blaði undir sínu eigin nafni og var sú grein um gamla klukku.

Á ferli sínum skrifaði Halldór 51 bók, margar blaðagreinar, samdi ljóð, leikrit og fleira. Til að sjá þau rit sem hann gaf út er hægt að skoða bókalistann hér að neðan.

Halldór hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1955. Hann var tvígiftur og eignaðist fjögur börn.

Frá árinu 1945 átti Halldór fast heimili á Gljúfrasteini í Mosfellssveit. Að frumkvæði Davíðs Oddsonar, forsætisráðherra keypti ríkissjóður Gljúfrastein af Auði Laxness, ekkju Halldórs, ásamt innbúi og opnaði þar safn til minningar um skáldið haustið 2004.