Notandi:Bushidos12/sandkassi
Trump gegn Bandaríkjunum (2024)
Hæstaréttardómur[1] um réttarstöðu fyrrverandi forseta og möguleg lögbrot hans eftir að hann lét af embætti. Málið var rekið á undir- og yfirstigum bandaríska dómskerfisins til að fá úr því skorið hvort rétta mætti yfir honum. Niðurstaða Hæstaréttar Bandaríkjanna var að forseti njóti algerrar friðhelgi vegna opinberra gjörða en ekki persónulegra. Hluta ásakana vísaði rétturinn aftur til neðri dómstiga til efnislegrar meðferðar.
Bakgrunnur
breytaÞetta mál vakti heimsathygli vegna þess að þetta var í fyrsta sinn sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna var ákærður fyrir fjölþætt brot, bæði embættistengd og persónuleg[2]. Málið snýst um hvort og hvernig megi ákæra fyrrverandi forseta fyrir athafnir sem taldar eru ólöglegar og hvort hann njóti friðhelgi jafnvel eftir embættistíma.
Forsendur málareksturs gegn Trump
breytaÞrjár meginásakanir voru lagðar fram[3] gegn Donald Trump:
Meðferð trúnaðarupplýsinga:
breyta- Trump var sakaður um að hafa tekið viðkvæm skjöl með sér eftir að hann lét af embætti og geymt þau í heimahúsi sínu án heimildar[4].
Áhrif á niðurstöður lýðræðislegra kosninga:
breyta- Trump var sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna 2020[5] með því að þrýsta á embættismenn í sumum ríkjum til að "finna" atkvæði. Ennfremur var Trump ákærður fyrir sinn hlut í áhlaupinu að þinghúsinu 6. janúar 2021.
Fjárhagsbrot:
breyta- Í tengslum við fyrirtæki sín var Trump sakaður um að hafa hagnast á fölsun fjármálagagna[6] til að fá betri lánskjör og lægri tryggingar.
Réttarstaða fyrrverandi forseta
breytaMeginspurningin í málinu var hvort fyrrverandi forseti nyti áfram sérstakrar réttarstöðu og friðhelgi sem verndaði hann fyrir lögsóknum eða rannsóknum í tengslum við aðgerðir sem hann framkvæmdi í embætti. Spurningin í málinu snerist því ekki aðeins um réttmæti dómstóla til að fjalla um málið heldur hversu langt forsetaábyrgðin næði og hvort sérstök vernd ætti við.
Í fyrri málum, eins og í málum fyrrum forseta Bandaríkjanna Nixon[7][8] og Clinton[9][10], hefur Hæstiréttur tekið afstöðu gegn því að friðhelgi forseta verndi hann gegn lögsóknum og rannsóknum vegna persónulegra eða pólitískra athafna. Þessi mál settu fordæmi fyrir það að sitjandi eða fyrrverandi forsetar yrðu að sæta ábyrgð fyrir aðgerðir sem ekki tengjast opinberum skyldum. Þannig var í þessu máli lögð áhersla á að meta hvort aðgerðir Trumps, eins og þrýstingur á ríkisembættismenn og tilraunir til að hafa áhrif á kjörmennalista, gætu talist hluti af opinberum embættisskyldum eða persónulegum ásetningi.
Friðhelgi forseta og vald dómstóla
breytaFriðhelgi forseta (e. presidential immunity) er hugtak í bandarískum stjórnskipunarrétti sem lýsir þeirri vernd sem forseti Bandaríkjanna nýtur gagnvart ákveðnum lagalegum aðgerðum á meðan hann situr í embætti. Þessari friðhelgi er ætlað að tryggja að forsetinn geti sinnt embættisverkum sínum án ótta við persónulegar málsóknir eða réttarfarslega íhlutun sem gæti hindrað störf hans.
Í málinu þurftu dómstólar að taka afstöðu til þess hvort friðhelgin næði yfir aðgerðir sem framkvæmdar voru utan hefðbundinna embættisskyldna forsetans. Eldri dómafordæmi[7][10] sögðu skýrt að forsetinn nyti friðhelgi þegar hann sinnti formlegum embættisskyldum en að sú friðhelgi næði ekki til aðgerða sem væru framkvæmdar í persónulegum eða pólitískum tilgangi. Dómstólarnir í þessu máli, bæði undirréttir og hæstiréttur urðu því að meta út frá tilteknum dæmum hvar mörkin liggja þegar friðhelgi forseta kemur til skoðunar.
Málvörn Trumps
breytaÍ vörn sinni hélt Trump því fram að þær aðgerðir sem lýst var í ákærunni, eins og þrýstingur á ríkisembættismenn til að "finna" atkvæði og skipulagning falskra kjörmennalista, væru hluti af lögmætum embættisskyldum forsetans. Trump vísaði til fordæma þar sem forsetaábyrgð hefur verndað sitjandi forseta fyrir lögsóknum og krafðist sömu verndar[11]. Helstu atriði í málvörn hans voru:
Friðhelgi forseta: Trump hélt því fram að ákærurnar gegn honum snerust um aðgerðir sem framkvæmdar voru í nafni forsetaembættisins, þar á meðal samskipti við embættismenn dómsmálaráðuneytisins varðandi kosningasvik. Hann taldi að þessi samskipti væru hluti af opinberu hlutverki sínu og ættu að njóta verndar friðhelgi.
Vernd gegn pólitískum ofsóknum: Trump taldi að ákærurnar væru tilraun til pólitískra ofsókna gegn honum sem fyrrverandi forseta. Með þessu vildi hann sýna að um væri að ræða ógn við réttinn til frjálsrar tjáningar og þátttöku í stjórnmálum.
Fordæmi fyrri forseta: Í málvörn sinni reyndi Trump að vísa til fyrri mála þar sem friðhelgi var rædd, meðal annars mála Nixons og Clintons þar sem fjallað var um hvort forsetar nytu friðhelgi gagnvart lögsóknum og rannsóknum. Hann lagði áherslu á að friðhelgin ætti að ná yfir alla þætti embættis hans[12], þar sem hann framkvæmdi þær aðgerðir í þeirri trú að þær væru nauðsynlegar fyrir þjóðaröryggi og stöðugleika ríkisins.
Líkindi við mál Nixons og Clintons
breytaMálsvörn Nixon:
breytaNixon reyndi að verja sig með því að vísa til friðhelgi forseta, en í hans tilfelli snerist það um að hann neitaði að afhenda upptökur sem gætu tengst Watergate. Hann hélt því fram að friðhelgi forseta gæfi honum rétt til að halda gögnum leyndum til að vernda þjóðaröryggi.
Úrskurður hæstaréttar:
breytaÍ United States v. Nixon úrskurðaði hæstiréttur að þó friðhelgi forseta gæti verndað forseta í ákveðnum málum, ætti hún ekki við þegar um er að ræða sannanir sem gætu tengst refsiverðum brotum. Nixon var því skyldaður til að afhenda upptökurnar sem síðar leiddu til afsagnar hans.
Málsvörn Clinton:
breytaClinton beitti fyrir sig friðhelgi forseta þegar hann var sóttur til saka í máli Paula Jones. Hann hélt því fram að friðhelgin ætti að vernda hann gegn einkamálum á meðan hann var í embætti, þar sem þau gætu truflað embættisskyldur hans.
Úrskurður hæstaréttar:
breytaÍ málinu Clinton v. Jones úrskurðaði hæstiréttur að friðhelgi forseta næði ekki yfir einkamál sem varði athafnir forsetans sem persónu. Clinton var því ekki verndaður í þessu tilfelli og málið hélt áfram.
Málvörn Trumps reyndi að útvíkka túlkun á friðhelgi forseta með því að halda því fram að ákveðnar aðgerðir hvort sem þær væru pólitískar eða tengdust persónulegum ásetningi væru samt verndaðar með friðhelgi forseta.
Niðurstaða Hæstaréttar
breytaHæstiréttur úrskurðaði að forsetinn sé ekki hafinn yfir lög[1]. Í þessu máli var niðurstaðan sú að sitjandi eða fyrrverandi forsetar gætu þurft að svara til saka en einnig var lögð áhersla á að embættisskyldur forseta njóta ákveðinnar verndar og friðhelgi gegn ákærum.
Dómurinn staðfesti að friðhelgi forseta ætti við þegar um væri að ræða embættistengdar aðgerðir[13]. Dæmi um slíkt væru samskipti Trumps við háttsetta embættismenn innan dómsmálaráðuneytisins varðandi kosningasvik. Þessi samskipti voru metin sem lögmætur hluti af embættisskyldum hans. Hins vegar voru tilraunir hans til að þrýsta á embættismenn einstakra ríkja og reyna að skapa nýja kjörmennalista taldar utan þess sviðs sem embættið verndar.
Hæstiréttur áréttaði að friðhelgi forseta veitti vernd til að forsetinn gæti sinnt hlutverki sínu án ótta við pólitíska ofsókn. Einnig var bent á að á meðan forsetinn hefur ríkan rétt til að tjá sig við almenning þá ættu orð hans að skoðast í samhengi. Í tilviki atburða og myndbandsins frá 6. janúar 2021 benti rétturinn á að ummæli Trumps í myndbandinu gætu hafa verið persónuleg fremur en hluti af opinberri ábyrgð hans, ef ætlunin var í raun að hvetja til óeirða.
Með þessum dómi staðfesti Hæstiréttur að bandarískt réttarkerfi virðir vald forsetaembættisins en leggur áherslu á að öll afskipti af forseta verði að byggjast á málefnalegum og lögfræðilegum forsendum frekar en pólitískum skætingi.
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Trump v. United States, 603 U.S. ___ (2024)“. Justia Law (enska). Sótt 6. nóvember 2024.
- ↑ „Indictments against Donald Trump“, Wikipedia (enska), 6. nóvember 2024, sótt 6. nóvember 2024
- ↑ „Tracking Donald Trump's indictments“. www.cnn.com (enska). Sótt 10. nóvember 2024.
- ↑ „Federal prosecution of Donald Trump (classified documents case)“, Wikipedia (enska), 6. nóvember 2024, sótt 6. nóvember 2024
- ↑ „Federal prosecution of Donald Trump (election obstruction case)“, Wikipedia (enska), 6. nóvember 2024, sótt 6. nóvember 2024
- ↑ „Prosecution of Donald Trump in New York“, Wikipedia (enska), 6. nóvember 2024, sótt 6. nóvember 2024
- ↑ 7,0 7,1 „United States v. Nixon“, Wikipedia (enska), 12. júlí 2024, sótt 6. nóvember 2024
- ↑ „United States v. Nixon, 418 U.S. 683 (1974)“. Justia Law (enska). Sótt 10. nóvember 2024.
- ↑ „Clinton v. Jones“, Wikipedia (enska), 23. október 2024, sótt 10. nóvember 2024
- ↑ 10,0 10,1 „Clinton v. Jones, 520 U.S. 681 (1997)“. Justia Law (enska). Sótt 10. nóvember 2024.
- ↑ Kyle Cheney and Josh Gerstein (10 2023). „Trump's claim of immunity from prosecution defies American history, special counsel argues“. Politico.
- ↑ „Trump asks Supreme Court to put off his election interference trial, claiming immunity“. AP News (enska). 12. febrúar 2024. Sótt 10. nóvember 2024.
- ↑ Sherman, Louis Jacobson, Amy. „What SCOTUS ruling means for Trump, future presidents“. @politifact (bandarísk enska). Sótt 10. nóvember 2024.