== Íslenska hafsvæðið ==            	thumb|Íslenska hafsvæðið

'Þessi samantekt er einkum ætluð nemendum í Grunnskóla og framhaldsskólum' Ísland er eyja norðarlega í Atlantshafi og er um 103.000 km² að flatarmáli. Strandlengja Íslands er um 6000 km löng. Fyrir utan strandlengjuna liggur um 115.000 km² landgrunn út á 200 m dýpi. Efnahagslögsaga Íslands á hafinu kringum Ísland nær 200 sjómílur út frá annesjum og telst vera 758 þúsund km². Utan landgrunnsins taka við regindjúp og neðansjávarhryggir. Helstu hafsvæðin umhverfis Ísland eru þessi: ==Íslandsdjúp== fyrir sunnan land, ==Grænlandshaf== milli Íslands og Grænlands vestan við Reykjaneshrygg og að Grænlandssundi sem liggur á milli Vestfjarða og Grænlands þar sem þrengst er á milli landanna. ==Íslandshaf== fyrir norðan og austan landið. Öll tilheyra þessi höf Atlantshafi.