Nostocaceae er ætt blágerla sem einkennist meðal annars af vexti bakteríufrumnanna í löngum samfelldum þráðum sem umluktir eru slíðri með slím- eða hlaupkennda áferð. Meðlimir ættarinnar finnast helst í vatnsumhverfi. Til dæmis eru Nostoc-gerlar algengir í ferskvatni, en Nodularia er helst að finna í sjó og söltu vatni.

Nostocaceae
Anabaena spiroides
Vísindaleg flokkun
Ríki: Bacteria
Fylking: Cyanobacteria
Ættbálkur: Nostocales
Ætt: Nostocaceae
Ættkvíslir[1]

Anabaena
Anabaenopsis
Aphanizomenon
Aulosira
Cuspidothrix
Cyanospira
Cylindrospermopsis
Cylindrospermum
Dolicospermum
Mojavia
Nodularia
Nostoc
Raphidiopsis
Richelia
Sphaerospermopsis
Trichormus
Wollea

Líkt og aðrir blágerlar, þá innihalda meðlimir ættarinnar ljósnæm litarefni til ljóstillífunar og eru því gjarnan blágrænir að lit. Margar tegundir ættarinnar eru færar um að binda köfnunarefni andrúmsloftsins og umbreyta því í lífræn köfnunarefnissambönd. Þær finnast gjarnan í samlífi með ýmsum plöntum sem nýta sér afurðir köfnunarefnisbindingarinnar.


Heimildir

breyta
  1. National Center for Biotechnology Information (2011) Taxonomy Browser. Skoðað 9. júní 2011.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.