Norræna nýsköpunarmiðstöðin

Norræna nýsköpunarmiðstöðin (Nordisk InnovationsCenter - NICe) er samstarfsstofnun Norðurlandanna sem starfar undir hatti Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún rekur upphaf sitt til Norræna iðnaðarsjóðsins og NordTest sem settar voru á fót 1973. Skrifstofa Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar er í Osló.

Hlutverk miðstöðvarinnar er að vinna að innri markaði á Norðurlöndunum á sviði nýsköpunar þannig að sem fæstar hindranir séu í vegi flutnings á hæfni, hugmyndum, fjármagni, fólki eða afurðum milli Norðurlandanna.

Markmiðið er að stuðla að sameiginlegum þekkingarmarkaði á svæðinu. Miðstöðin vinnur að þessu með því að koma á tengslum milli þeirra sem vinna að nýsköpun á Norðurlöndum. Skilyrt er að minnst þrjú norræn ríki vinni saman að verkefni til að hægt sé að sækja um fjármögnun hjá miðstöðinni. Auk þess skal stuðla að samstarfi við aðila í Eystrasaltslöndunum og Norðvestur-Rússlandi.

Tengt efni:

breyta

Tenglar

breyta