Noregsstraumurinn
Noregsstraumurinn eða Norski strandstraumurinn er hlýr hafstraumur sem rennur norður með Atlantshafsströnd Noregs á 50 til 100 metra dýpi. Þaðan ber hann tiltölulega hlýjan sjó inn í Barentshaf. Straumurinn er að hluta úr sjó sem rennur úr Eystrasalti og að hluta úr Norður-Atlantshafsstraumnum. Hita- og seltustig hans er breytilegt eftir árstímum og drifkraftur hans eru bæði þessi munur og vindar.
Straumurinn hefur mikil áhrif á veðurfar í Noregi og dregur að einhverju leyti úr ísmyndun í Barentshafi.