Nikola Jokić

(Endurbeint frá Nikola Jokic)

Nikola Jokić (serbneska: Никола Јокић; f. 19. febrúar, 1995) er serbneskur körfuknattleiksmaður sem spilar með Denver Nuggets í NBA-deildinni.

Nikola Jokic.

Jokic hefur tvisvar verið valinn MVP (Most Valuable Player) fyrir tímabilin 2020–21 og 2021–22 í deildinni. Hann leiddi Nuggets til sigurs í úrslitum 2022-2023 gegn Miami Heat og var valinn MVP í þeim. Hann varð sá fyrsti í úrslitum til að ná yfir 30-20-10 í þrefaldri tvennu í einum leik í úrslitum.

Hann er í 4. sæti yfir þrefaldar tvennur í NBA.

Jokić vann silfur á sumarólympíuleikunum með landsliði Serbíu árið 2016.