Neðra-Austurríki

(Endurbeint frá Niederösterreich)

Neðra-Austurríki (þýska: Niederösterreich) er nyrsta og stærsta sambandsland Austurríkis. Það er að mestu leyti staðsett í dal í Ölpunum. Markverð fljót í Neðra-Austurríki eru Dóná, Enns, March og Thaya. Höfuðstaður þess er Sankt Pölten og íbúar eru um 1.636.287 (1. janúar 2015) talsins.

Kort sem sýnir Neðra Austurríki í Austurríki.

Aðrir markverðir bæir eru Wiener Neustadt, Baden, Klosterneuburg, Krems, Amstetten, Mödling, Melk og Lilienfeld.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.