Neðra-Austurríki
(Endurbeint frá Niederösterreich)
Neðra-Austurríki (þýska: Niederösterreich) er nyrsta og stærsta sambandsland Austurríkis. Það er að mestu leyti staðsett í dal í Ölpunum. Markverð fljót í Neðra-Austurríki eru Dóná, Enns, March og Thaya. Höfuðstaður þess er Sankt Pölten og íbúar eru um 1.636.287 (1. janúar 2015) talsins.
Aðrir markverðir bæir eru Wiener Neustadt, Baden, Klosterneuburg, Krems, Amstetten, Mödling, Melk og Lilienfeld.