Nico Hülkenberg
Nicolas Hülkenberg (f. 19. ágúst, 1987) er þýskur ökumaður sem keppir með Haas liðinu í Formúlu 1. Hülkenberg er búinn að gera samning við Kick Sauber og mun keyra fyrir það lið árið 2025. Hülkenberg hefur keyrt fyrir nokkur lið í Formúlu 1 Williams (2010), Force India (2011–2012 og aftur 2014–2016), Sauber (2013), Renault (2017–2019), Racing Point (2020) sem er núna Aston Martin (2021–2022) og Haas (2023–2024). Hülkenberg hafði ekki sæti í Formúlu 1 með Racing Point og Aston Martin en var varaökumaður fyrir liðin. Keppti nokkrar keppnir þegar aðalökumenn liðsins gátu ekki keppt. Hülkenberg hefur líka unnið 24 klukkustunda Le Mans kappaksturinn (24 Hours of Le Mans) og það var árið 2015.
Nico Hülkenberg | |
---|---|
Fæddur | Nicolas Hülkenberg 19. ágúst 1987 |
Þjóðerni | Þýskur |
Störf | Formúlu 1 ökumaður |
Heimildir
breyta- Nico Hülkenberg á formula1.com