Neyðarstjórn kvenna

Neyðarstjórn kvenna voru femínískur félagsskapur aðgerðarsinna sem stofnaður var þann 28. október árið 2008 í kjölfar efnahagskreppunnar. Í hópnum hafa líklegast verið um 25-30 virkir meðlimir en samtökin hlutu þónokkurn meðbyr og höfðu um 2200 meðlimir skráð sig í samtökin á netinu þegar mest var. Neyðarstjórn kvenna var einn fjölmargra hópa aðgerðarsinna sem stofnaðir voru í Búsáhaldabyltingunni.

Stofnun og starf samtakanna

breyta

Samtökin voru stofnuð af konum sem vildu efla rödd og stöðu kvenna í umræðum í fjölmiðlum og á þingi í kjölfar fjármálahrunsins. Katrín Anna Guðmundsdóttir, einn stofnenda samtakanna lýsti því yfir að megintilgangur þeirra væri að stuðla að uppbyggingu þjóðféagsins þar sem lögð væri áhersla á gildi sem fælu í sér virðingu fyrir manneskjunni, samfélaginu, lífinu, náttúrunni og umhverfinu.[1]

Neyðarstjórn kvenna gáfu einnig út blað sem bar heitið Kvennastjórnartíðindi. Yfirlýst Markmiðið þeirra var að skrifa á faglegann hátt um mikilvæga þætti í endurmótun íslensks samfélags. Alls komu út 4 tölublöð af Kvennastjórnartíðindum. Ritstjórar þeirra voru Kristín I. Pálsdóttir, Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir, Auður Alfífa Ketilsdóttir og Salvör Kristjana Gissurardóttir.

Samkvæmt Kvennastjórnartíðindum voru það karlar sem að leiddu þjóðina í þessa efnahagsstöðu árið 2008. Blaðið taldi það augljóst að þeir yrðu ekki einir og sér að koma þjóðinni upp úr þessum hörmungum sem íslenska þjóðin var að ganga í gegnum. Kvennastjórnartíðindi kröfðust þess að konur og karlar kæmu að uppbyggingu hins nýja samfélags og á öllum sviðum þess.[2]

Samtökin lögðu á það áherslu að á Alþingi ætti að vera þverskurður þjóðarinnar og þar sem um helmingur þjóðarinnar eru kvenmenn væri eðlilegt að hlutfall kvenna væri í takt við það á Alþingi. Þá þótti meðlimum einnig að mikilvægt væri að nýta þekkingu og reynslu íslenskra kvenna í stjórnmálum á þeim erfiðu tímum sem þjóðin væri að ganga í gegnum. [3] Neyðarstjórn kvenna naut strax mikilla vinsælda á netinu og skömmu eftir stofnun hennar höfðu 2.200 konur skráð sig í samtökin. Samtökin héldu úti Facebook síðu, gáfu út tímarit ásamt því að standa fyrir hinum ýmsu viðburðum á borð við þjóðfund á Arnarhóli og námskeið fyrir þingmenn. Samtökin vöktu einnig mikla athygli þegar þær klæddu styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í bleikan kjól á útifundi ásamt fleiru. [4]


Samfélagsstáttmáli Neyðarstjórnar kvenna og stofnun nýs Kvennalista

breyta

Neyðarstjórn kvenna gerði drög að nýjum samfélagssáttmála og markmiðið með honum var að marka starfinu ramma og að koma sjónarmiðum kvenna um “hið nýja Ísland” á framfæri. Áherslan í hinum nýja sáttmála var fjölbreyttni og mismunandi sjónarmið. [5]

Neyðarstjórn kvenna samdi drög að “samfélagssáttmála” í janúar 2009 sem átti að liggja til grundvallar starfi samtakanna og vera leiðarljós við uppbyggingu nýs samfélags þar sem jafnrétti, velferð og jöfnuður yrðu höfð að leiðarljósi þeirra:

Virðing: Að hafa í heiðri þau viðhorf og gildi sem fela í sér virðingu fyrir, lýðræði, mannréttinda samfélagi, lífinu, náttúrunni og umhverfinu.[...]

Jafnræði: Að allir séu jafnir fyrir lögum[...]

Velferð: Að tryggja frelsi, öryggi, velferð og jafnrétti fólks með því styrkja undirstöður samfélagsins[...]

Friðhelgi: Að hverskyns ofbeldi kúgun og vanræksla sem byggir á misbeitingu valds, jafnt á opinberum vettvangi sem og í einkalífi verði upprætt[...]

Jafnrétti: Að konur og karlar njóti sömu tækifæra og jafnrar stöðu í hvívetna[...]

Auðlindir: Auðlindir Íslands eru og skulu ávallt vera sameign þjóðarinnar[...]

Stjórnskipun: Að þrískipting ríkisvaldsins, verði raunveruleg og virk[...]

Samfélagsleg ábyrgð: Að virkja samfélagslega ábyrgð borgaranna með valddreifingu[...]

Tjáningarfrelsið: Að efla lýðræðislega vitund borgaranna með því að leggja áherslu á tjáningu og sköpun í menntunar- og uppeldisstarfi[...]


Í janúar 2009 tóku forsprakkar Neyðarstjórn Kvenna að ræða stofnun nýs flokks kvenna á Alþingi, þær töldu að þörfin væri augljós. Samfélagssáttmálinn var drög að stefnuskrá fyrir framboð samtakanna.

Samkvæmt fréttatilkynnigu

,,Neyðarstjórn kvenna er stofnuð vegna þeirrar efnahagskreppu sem við stöndum nú frammi fyrir. Afleiðingar kreppunnar munu ráðast að miklu leyti af því hvernig við tökumst á við hana. Jafnrétti, virðing og velferð eru mikilvæg gildi í enduruppbyggingu samfélagsins. Neyðarstjórnin stefnir að markvissri uppbyggingu samfélags þar sem borin er virðing fyrir mannréttindum, lífinu, náttúrunni, umhverfinu og jafnrétti. Neyðarstjórn kvenna mun vinna að þessum markmiðum með öllum tiltækum ráðum, þar á meðal með kvennaframboði í komandi alþingiskosningum.”

Það voru ekki allir í samtökunum sammála um að stofna nýjan lista og bjóða sig fram í Alþingiskostningum. Sóley Tómasdóttir, sem var ein af forystukonum samtakanna, sagði skilið við flokkinn vegna áforma þeirra um framboð.

Ekkert varð að stofnun flokksins. [6]


Heimildir

breyta