Newcastle, Nýja-Suður-Wales
(Endurbeint frá Newcastle, Nýja Suður-Wales)
Newcastle er önnur stærsta borg Nýja-Suður-Wales og sjöunda stærsta borg Ástralíu. Íbúar voru 500.000 árið 2024.
Borgin er nefnd eftir Newcastle-upon-Tyne á Englandi þar sem báðar borgirnar byrjuðu sem kolahafnir. Newcastle er staðsett rétt norðan við Sydney.
Þann 28. desember 1989 varð þar jarðskjálfti að stærð 5,6 sem varð 15 manns að aldurtila.
Frost hefur ekki mælst í Newcastle en lægst 1,8 gráðu hiti.