Nepölsk rúpía (nepalska: रूपैयाँ, tákn: रू, Rs.; kóði: NPR) er opinber gjaldmiðill í Nepal. Ein rúpía skiptist í 100 paisa. Seðlabanki Nepals gefur gjaldmiðilinn út. Rúpían var tekin upp árið 1932 þegar moharinn var lagður niður.

Einnar rúpíu mynt.

Allt til 1994 var nepalska rúpían fest við indverska rúpíu á genginu 1,45 á móti 1. Frá 1994 hefur gengið verið 1,60 á móti 1.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.