Nagoya er stærsta borgin í Chūbu-héraði í Japan. Hún er þriðja stærsta borg Japans með þriðja fjölmennasta stórborgarsvæði landsins, Chūkyō-stórborgarsvæðið. Íbúar eru um 2,3 milljónir. Hún stendur á suðurströnd Honshu við Kyrrahafið. Nagoya er höfuðborg Aichi-umdæmis. Hún er ein af stærstu hafnarborgum Japans ásamt Tókýó, Ósaka, Kobe, Yokohama, Chiba og Kitakyushu.

Nagoya
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.