Nagladekk eru hjólbarðar bifreiða og reiðhjóla með göddum til að verjast hálku. Nagladekk bifreiða slíta slitlagi vega hundraðfalt á við venjuleg dekk þegar ísing eða snjór er ekki til staðar. Í þurru veðri framleiða þau megnið af því grófa svifryki sem verður til innanbæjar og hafa yfirvöld víða reynt að sporna gegn notkun nagladekkja vegna þeirrar loftmengunar sem þau valda.

Nagladekk.

Á Íslandi er notkun nagladekkja aðeins leyfð frá 1. nóvember - 14. apríl. Utan þess tíma mega ökumenn búast við sektum ef þeir verða uppvísir að því að aka um á negldum hjólbörðum.

  Þessi bílagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.