Nafli
Nafli er kringlótt ör í maga spendýra. Hann er sérstaklega áberandi í mönnum. Naflinn getur snúið inn á við eða staðið upp úr. Hann myndast við fæðingu þegar naflastrengurinn, sem tengir fóstrið við legkökuna, er skorinn. Lögun hans ræðst af fitulagi í maganum og hversu uppþembdur maginn er.
Naflinn er táknrænn um frjósemi kvenna í mörgum löndum. Hann gegnir jafnframt kynferðislegu hlutverki hjá sumum. Hægt er að gata naflann.