Opinber stuðningur við vísindarannsóknir á Íslandi
Opinber stuðningur við vísindarannsóknir á Íslandi er víðtækur og fer fram með margvíslegum hætti. Ríkisvaldið styður þannig við vísindi með fjárframlögum til háskóla og ýmissa rannsóknastofnana, ásamt því að reka samkeppnissjóði á sviði rannsókna og nýsköpunar.[1]
Auk beinna fjárframlaga getur opinber stuðningur líka falið í sér hagfelldara starfsumhverfis vísindamanna, og betra rekstrarumhverfi vísinda- og rannsóknastofnana. Má þar nefna skattaívilnanir og aðra hvata fyrir einkaaðila til vísindastarfa og nýsköpunar, og alþjóðlegum samningum á borð við EES sem er viðamikill á sviði rannsókna og nýsköpunar.[2]
Rannsóknamiðstöð Íslands
breytaRannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) hefur það hlutverk að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Stærstur hluti opinbers stuðnings á sviði rannsókna og nýsköpunar á Íslandi fer til svokallaðra samkeppnissjóða sem Rannís hefur umsjón með, þ.e. Rannsóknasjóð, Tækniþróunarsjóð og Innviðasjóð.
Sjá nánar grein um Rannsóknamiðstöð Íslands.
Aðrar rannsóknastofnanir
breytaAuk stuðnings við Rannís njóta ýmsar aðrar opinberar rannsóknastofnanir fjárframlaga ríkivaldsins. Þessar rannsóknastofnanir fá flestar bein framlög úr ríkissjóði til rannsókna og tengdrar þjónustu án samninga, útboðs eða samkeppni. Þær sinna einnig umtalsverðum verkefnum á almennum markaði á samkeppnisgrunni án þess að þurfa að endurgreiða upphafsframlagið. Dæmi um það eru Veðurstofan og Nýsköpunarmiðstöð. ÍSOR nýtur engra beina ríkisframlög en fær allar sínar tekjur samkvæmt samningum við ríkið og aðra á samkeppnisgrundvelli.[3]
Aðrar opinberar rannsóknastofnanir er m.a:
Aðrir opinberir stuðningssjóðir
breytaAuk samkeppnissjóða Rannís eru ýmsir opinberir stuðningssjóðir og stuðningsverkefni rannsókna og nýsköpunar eru m.a:
Saga
breytaSaga opinbers stuðnings við vísindarannsóknir á Íslandi er ekki löng. Opinber afskipti af rannsókna og vísinda í núverandi mynd, hófust með stofnun Rannsóknaráðs ríkisins árið 1940 og Vísindasjóðs árið 1957.[4]
Með lögum nr. 68/1940, um náttúrurannsóknir, var sett fyrsta heildarlöggjöf hér á landi, bæði um undirstöðurannsóknir og hagnýtar rannsóknir. Þegar þessi lög voru sett, var engin stofnun til í landinu, sem annast gæti undirstöðurannsóknir á náttúru Íslands og haft umsjón með þeim. Sama ár voru einnig sett lög nr. 64/1940, um rannsóknir og tilraunir í þágu landbúnaðarins, var ákveðið að starfræktar skyldu tilraunastöðvar í jarðrækt, ein í hverjum landsfjórðungi.[5]
Ólafur Thors atvinnumálaráðherra greindi frá störfum rannsóknarráðsins á fyrsta starfsári þess í Morgunblaðinu. Þar voru rannsóknir á mólöndum og á áburðarefnum; tilraunir með móeltivjelar; og jarðboranir. Og væntingar hans voru miklar:
„Er ekki hægt í þessu yfirliti að rekja störf rannsóknarráðsins, en áreiðanlega má mikils góðs vænta af starfsemi þess í framtíðinni, enda hefir það góðum kröftum á að skipa. Verkefnin mega teljast ótæmandi, og hvarvetna arðs von. Ber því opinbera að tryggja rannsóknarráðinu nægilegt fje. Þar kemur vafalaust hver peningur 1000-faldur aftur þótt síðar verði.“[6]
Árið 1987 voru lög sett um heildarskipan yfirstjórnar vísinda- og tæknimála. Þar var Vísindaráði komið á fót til að sinna grunnrannsóknum og veita styrki úr Vísindasjóði en Rannsóknaráð ríkisins var ætlað að sinna hagnýtum rannsóknum og veita styrki úr Rannsóknarsjóði.
Árið 1994, voru Vísindaráð og Rannsóknaráð ríkisins síðan sameinuð í eina sjálfstæða ríkisstofnun eða eitt ráð, Rannsóknarráð Íslands. Var því ætlað að vera ráðgjafarstofnun sem vinni að eflingu hagnýtra rannsókna í landinu, en einnig að eflingu undirstöðurannsókna, að því leyti sem þau verkefni eru eigi i höndum Háskóla Íslands, og þá jafnan i fullu samráði við háskólann.
Með lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir 3/2003 var Rannsóknaráði ríkisins komið fyrir í nýrri stofnun Rannsóknamiðstöð Íslands. Henni var ætlað að sinna þjónustuhlutverki fyrir stjórnvöld og vísindasamfélagið. Að auki átti hún að miðla upplýsingum vegna þátttöku Íslands í rannsóknasamstarfi á Evrópska efnahagssvæðinu, Norðurlandasamstarfi og öðru alþjóðlegu samstarfi.
Sjá einnig
breyta
Tilvísanir
breyta- ↑ „Stjórnarráðið | Stuðningur við vísindi og tæknirannsóknir“. www.stjornarradid.is. Sótt 6. mars 2019.
- ↑ https://www.rannis.is/starfsemi/um-rannis/
- ↑ „Umsögn ÍSOR um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna“ (PDF). Sótt 6. mars 2019.
- ↑ Ræða á aðalfundi Rannís | Ræður og greinar | Björn Bjarnason - bjorn.is
- ↑ Tíminn, 41. tölublað (13.04.1940), Blaðsíða 161
- ↑ Morgunblaðið, 32. tölublað (08.02.1941), Blaðsíða 5