Nú skal segja
Nú skal segja er íslensk útgáfa af erlendu þjóðlagi sem er oft spilað um jólin. Höfundurinn er óþekktur.
Texti
breytaNú skal segja, nú skal segja
hvernig litlar telpur gera:
Vagga brúðu, vagga brúðu
-og svo snúa þær sér í hring.
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig litlir drengir gera:
Sparka bolta, sparka bolta
-og svo snúa þeir sér í hring.
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig ungar stúlkur gera:
Þær sig hneigja, þær sig hneigja
-og svo snúa þær sér í hring.
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig ungir piltar gera:
Taka ofan, taka ofan
-og svo snúa þeir sér í hring.
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig gamlar konur gera:
Prjóna sokka, prjóna sokka
-og svo snúa þær sér í hring.
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig gamlir karlar gera:
Taka í nefið, taka í nefið
-og svo snúa þeir sér í hring.