Nástaða er það þegar sömu orðin (eða samskonar orðhlutar) standa þétt saman í texta og virka sem ofklifun. Endurtekningar í texta geta verið stílbragð, en oftast er nástaða lýti á texta. Hægt er að forðast nástöðuna, t.d. með skipulagðri notkun fornafna og samheita.

Dæmi um nástöðu breyta

  • Hún spyrnti við hálflausum steinum á leið sinni, enda var það henni fróun að ryðja steinum úr vegi.
  • Hann hlustaði á brim hafsins og horfði á borgir hafíssins úti við sjóndeildarhringinn.
  • Svo er víða um börn víðsvegar um landið.
  • Ástæðan virðist vera vanstilling á stillitækjunum.
  • Sláturfélag Suðurlands vantar starfskraft til starfa við skrifstofustörf.
   Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.