Mygalomorphae
Mygalomorphae er undirættbálkur 2.000-3.000 frumstæðra kóngulóa sem fuglakóngulær (tarantúlur), skjóðuvefarar og hlerakóngulær tilheyra. Þessar kóngulær einkennast af tveim bóklungum og engum loftæðum, flestar stórar og loðnar. Þær hafa oftast fjóra innganga að hjartanu. Þær lifa flestar á hitabeltissvæðum.