Opna aðalvalmynd

Þór Eyfeld Magnússon (fæddur 18. nóvember 1937) er íslenskur fornleifafræðingur sem var þjóðminjavörður 1968-2000.

Þór lauk stúdentsprófi frá MR 1958 og fil.kand.-prófi í fornleifa- og þjóðháttafræði frá Uppsalaháskóla 1963. Hann gerðist síðan safnvörður við Þjóðminjasafn Íslands árið 1964 og gegndi því starfi til 1968 en tók þá við embætti þjóðminjavarðar, þegar Kristján Eldjárn var kjörinn forseti Íslands. Því embætti gegndi hann þar til hann lét af störfum árið 2000.

Þór gegndi einnig fjölda trúnaðarstarfa, var meðal annars formaður húsafriðunarnefndar um 20 ára skeið, var í stjórn Hins íslenska fornleifafélags frá 1967 og formaður þess frá 1993, í stjórn Stofnunar Árna Magnússonar um skeið og formaður Íslandsdeildar Sambannds norrænna safnmanna 1968-2000.

RitverkBreyta

  • Ljósmyndir Sigfúsar Eymundsson (útg.), 1976.
  • Icelandic Archaeological Artifacts 1987, einnig á þýsku.
  • Ýmsar greinar og ritgerðir í blöðum og tímaritum.

TenglarBreyta