Moskusrós
Moskusrós eða ilmrós (fræðiheiti Rosa moschata) er rósategund sem hefur lengi í ræktun. Óvíst er hvaðan tegundin kom upprunalega en líklegt er talið að það sé frá vesturhluta Himalajafjalla.
Lýsing
breytaMoskusrós er runni ( allt að 3 m hár ) með einföldum hvítum 5 sm blómum sem blómstra á nýjum greinavexti seint á vori allt til síðla hausts í heitu loftslagi en frá seinni hluta sumars á kaldari svæðum. Blómin hafa einkennandi moskusilm.
Runninn ber litla egglaga ávexti sem verða appelsínugul-rauðir að hausti. Úr fræjum moskusrósa er unnin ilmkjarnaolía.
Ræktun
breytaEkki hafa fundist villirósir sem moskusrós er upprunnin frá en ritaðar heimildir um ræktun moskusrósar eru til allt frá 16. öld og er moskusrós nefnd í Draumur á Jónsmessunótt (Midsummer Night's Dream 1595/96). Moskusrós er mikilvæg í ræktun því nokkrir hópa ræktaðra rósa eru upprunnir frá henni, einkum damaskrósir og noisette rósir(sambland af moskusrós og bóndarós). Moskusrós er einnig þekkt fyrir ilm og fyrir langan blómgunartíma miðað við rósir.