Morsárdalur er dalur milli Skaftafellsfjalla og Skaftafellsheiðar í Vatnajökulsþjóðgarði. Í miðjum dalnum er Morsá og er þar söndugt og grýtt en í hlíðum hans er birkiskógur, Bæjarstaðaskógur vestan megin. Innst í dalnum er Morsárjökull og Morsárfossar. Til norðvesturs í framhaldi af dalnum er það sem kallað er Kjós; þröngur, lítill dalur með há fjöll í kring.

Morsárdalur.
Sýn frá Vestragili til Morsárdals.
Innarlega í dalnum: Ragnarstindur vinstra megin og Skarðatindur sést hægra megin á mynd.

Tengill Breyta

Nat.is: Kjós - Morsárdalur Geymt 2020-01-13 í Wayback Machine