Mon-khmer mál mynda stærstu og mikilvægastu grein ástró-asísku málaættarinnar.

Sumir málfræðingar telja víetnömsku til þessa málahóps en aðrir telja hana til taí-ættarinnar. Enn aðrir telja víetnömsku skyldleikalaust mál. Þar sem ekki er hægt að sanna skildleika víetnömsku við önnur mál hefur seinasta tillagan heldur orðið ofan á.

Nikobaríska er ennfremur stundum talin til þessa hóps en eins og með víetnömsku er sú greining vafa undirorpin.

Mál sem óumræðilega tilheyra þessum málaflokki eru því mon, khmer (eða kambódíska), kasí, palaúng, ríang og wa.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.