Mjöll Hólm - Jón er kominn heim

Jón er kominn heim er 45-snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1971. Á henni flytur Mjöll Hólm tvö lög. Undirleikur var keyptur erlendis frá.

Jón er kominn heim
Bakhlið
SG - 562
FlytjandiMjöll Hólm
Gefin út1971
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Lagalisti

breyta
  1. Jón er kominn heim - Lag - texti: Robinson - Iðunn Steinsdóttir
  2. Ástarþrá - Lag - texti: Chris Andrews - Iðunn Steinsdóttir


Jón er kominn heim

breyta
Ég er hýr og ég er rjóð, Jón er kominn heim.
Ég er glöð og ég er góð, Jón er kominn heim
Kvíða, mæð' og angist er, aftur vikið burt frá mér
því Jón er kominn heim
Vorkvöld eitt þá fór hann Jón í fússi burt
Föl og hnípin eftir sat ég hér
En brennheit var mín þrá, og býsn ég eltist þá
og brosið hvarf af andlitinu á mér
Ég er hýr og ég er rjóð ...
Loks í gær var drepið létt á dyr hjá mér
Drottinn minn og úti stóð hann Jón
Þó víða færir þú, þú varla fyndir nú
í veröldinni lukkulegri hjón
Ég er hýr og ég er rjóð ...