Mýrastör
Mýrastör, mjógresi, þjalargras eða starungur (fræðiheiti: Carex nigra) er stör sem vex í Evrópu, vesturhluta Asíu, norðvestur-Afríku, austurhluta Norður-Ameríku og á Íslandi. Mýrastör vex upp af jarðstöngli sem dreifir sér með renglum. Blöð hennar eru mjó, dökk- eða blágræn. Mýrastörin hefur eitt karlax og tvö eða þrjú kvenöx sem sitja á stuttum legg. Axhlífarnar eru svartar með grænni miðtaug. Þá er hulstrið trjónulaust. Mýrastör vex í margvíslegu votlendi og er að jafnaði 15-80 cm á hæð. Mýrastör þykir ágæt beitarjurt.
Mýrastör | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Carex nigra (L.) Reichard | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Carex acuta var. nigra L. |
Mýrastör ber, eins og svo margar aðrar starir, nokkur nöfn. Mýrastör lýsir heimkynnum hennar ágætlega, mjógresi lýsir vaxtarlaginu og þjalargras lýsir því hversu snörp blöð og stönglar eru viðkomu.