Misnotkun
Misnotkun er þegar einhver persóna misnotar aðra persónu eða hlut, oft í þeim tilgangi að öðlast með rangindum betri stöðu fyrir sig eða einhvern annan. Aðstæður er þá notaðar með þeim hætti sem þeim var ekki ætlað eða treyst á að myndu ekki eiga sér stað. Til að mynda með því að gefa annarri persónu misvísandi rangar upplýsingar svo hún taki aðra ákvörðun en hún myndi annars taka eða nýta sér yfirburðarstöðu sína gagnvart einhverjum í sinn hag á kostnað hins.