Minneapolis

borg í Bandaríkjunum
(Endurbeint frá Minneapolis, Minnesota)

Minneapolis er stærsta borgin í bandaríska fylkinu Minnesota og 46. stærsta borg Bandaríkjanna. Borgin er aðsetur héraðsstjórnar Hennepin County. Íbúafjöldi borgarinnar var áætlaður um 425.000 árið 2018.

Miðbær Minneapolis.
Minneapolis.
Minneapolis er staðsett í Bandaríkjunum
Minneapolis
Minneapolis
Staðsetning Minneapolis í Bandaríkjunum.

Minneapolis liggur beggja megin Mississippifljóts og er aðliggjandi fylkishöfuðborginni Saint Paul. Saman mynda borgirnar tvær 16. stærsta stórborgarsvæði Bandaríkjanna með 4 milljónir íbúa og eru þær gjarnan nefndar Tvíburaborgirnar. Í borginni eru um 20 stöðuvötn og votlendi.

Nafn borgarinnar kom ekki til á einhvern máta sjálfgefinn heldur var það fyrsti skólastjóri bæjarins, Hoag að nafni, sem stakk upp á því í grein sem hann skrifaði í blaðið St. Anthony Express. Hoag bjó til orðið úr gríska orðinu fyrir borg og -Mníȟaȟa úr indjánamáli sem merkir foss. Hlaut uppástungan brautargengi.

Íþróttir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.