Midtbygda
Midtbygda er þéttbýli og stjórnsýslumiðstöð sveitarfélagsins Meråker í Þrændalögum í Noregi. Í byggð eru 1.023 íbúar og í sveitarfélaginu 2.339 (2022). Midtbygda er við þjóðveginn E14, 43 km austur af Stjørdalshalsen og 20 km vestur af landamærunum að Svíþjóð. Midtbygda er stöðvarbær á Meråkerbanen járnbrautarlínunni.
Útivist og skíðaiðkun eru vinsæl afþreying. Midtbygda er verslunar- og þjónustumiðstöð sveitarfélagsins, með ráðhúsi, hóteli og verslunarmiðstöð.
Meråkerskóli er sameiginlegur grunn- og framhaldsskóli fyrir allt sveitarfélagið og tók við af átta þorpsskólum árið 1958. Í skólanum eru u.þ.b. 300 nemendur. Í Midtbygda er einnig Meråker Videregående skole (menntaskóli), sem sérhæfir sig í íþróttum. Í skólanum eru u.þ.b. 200 nemendur á menntaskólastigi og 50 nemendur á háskólastigi. Við hlið skólans er fjölnotasalurinn Meråkerhallen.
Meråkerposten er dagblað sem gefið er út vikulega í Midtbygda. Blaðið var stofnað árið 1982.
Meråker-kirkja, sem er löng timburkirkja frá 1874, er staðsett í Midtbygda. Kirkjan hefur 300 sæti.
Gamalt námusamfélag er í kringum Midtbygda eru nokkrar ónýtar koparnámur.