Miðjúratímabilið
jarðsögulegt tímabil
Miðjúratímabilið er miðhluti júratímabilsins og nær frá því fyrir 176 til 161 milljón árum. Á þessum tíma klofnaði risameginlandið Pangea í Lárasíu og Gondvana. Líf blómstraði í hafinu og ný sjávarskriðdýr komu fram. Nýjar risaeðlur komu fram á landi eins og rumeðlur, fenriseðlur og bagleðlur. Keilutönnungar lifðu með risaeðlunum en voru aðeins á stærð við greifingja. Berfrævingar voru ríkjandi gróður.