Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty
Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty (einnig nefndur MGS2, Sons of Liberty, MGS2: SOL) er framhald af stealth-leiknum Metal Gear Solid og fimmti Metal Gear-leikurinn og kom út á PlayStation 2 2001. Nú hafa verið gerðar uppfærslur frá MGS1, t.d.: ný brögð, skothæfni í fyrstu persónu sjónarhorni, og endurbætt grafík og auk þess er Hideo Kojima mættur á ný að leikstýra. Nú var notað hreyfiföngun til að gera myndböndin og gervigreind óvinanna var aukin út af náskeiði sem Motosada Mori hélt fyrir forritaranna.
Söguþráður - 1. hluti
breytaNú eru liðin 2 ár frá Shadow Moses-atvikinu og Solid Snake hefur stofnað, ásamt Otacon (Hal Emmerich), Nastöshu Romanenko og Mei Ling, Philanthropy: stofnun sem vinnur gegn Metal Gear-tækjum. Revolver Ocelot hefur selt tækni upplýsingar Metal Gear Rex á svarta markaðnum og allur heimurinn á sinn eigin Metal Gear.