Kögurblálilja
(Endurbeint frá Mertensia ciliata)
Kögurblálilja (fræðiheiti: Mertensia ciliata[1]) er fjölær jurt sem er ættuð frá vesturhluta Bandaríkjanna. Hún verður 50 til 100 sm há. Blöðin lensu- til egglaga með oddi og stundum lítið eitt hærð. Blómin eru lítil, blá og bjöllulaga, og ilmandi.[2] Hún hefur verið nokkuð notuð sem garðplanta á Íslandi. Hún mun vera nýtanleg hrá til matar á meðan blöð, blóm og stönglar eru nýsprottin,[3] en er á líður þarf að elda þau áður en að er neytt.[4]
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Mertensia ciliata (James ex Torr.) G. Don | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Pulmonaria ciliata James ex Torr. |
Tilvísanir
breyta- ↑ Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed) (2014). „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist“. Species 2000: Reading, UK. Sótt 26. maí 2014.
- ↑ Southwest Colorado Wildflowers Geymt 24 júlí 2008 í Wayback Machine
- ↑ Montana Plant Life
- ↑ Nyerges, Christopher (2017). Foraging Washington: Finding, Identifying, and Preparing Edible Wild Foods. Guilford, CT: Falcon Guides. ISBN 978-1-4930-2534-3. OCLC 965922681.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Kögurblálilja.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Mertensia ciliata.