Mersenne-frumtölur
Mersenne-frumtala[1][2] er frumtala á forminu (2p-1), þar sem p er frumtala. Franski munkurinn Marin Mersenne rannsakaði slíkar tölur. Þekktar er 48 Mersenne-frumtölur og stærst þeirra er talan (257.885.161 − 1), sem jafnframt er stærsta þekkta frumtalan (janúar 2013). Ekki eru allar tölur á forminu (2p-1) frumtölur, t.d. er talan (211-1) ekki frumtala.
Stórt verkefni er í gangi á Internetinu um að finna Mersenne-frumtölur, þar sem að þær tölur hafa mikla þýðingu fyrir dulkóðun og ýmsa aðra strjála útreikninga. Verkefnið hefur fundið sjö af tíu stærstu þekktu frumtölum heims, þar af þá stærstu sem var fundin í janúar 2013, en hún er 17425170 tölustafir að lengd.
Tenglar
breytaTilvitnanir
breyta- ↑ „Hver er stærsta þekkta frumtalan?“. Vísindavefurinn.
- ↑ Mersenne prime[óvirkur tengill] á nyk.is Geymt 8 október 2011 í Wayback Machine