Merki Írans
Merki Írans (persneska: نشان رسمی ایران, neshān-e rasmi-ye Irān) frá írönsku byltingunni 1979 er stílfæring á orðinu Allah („guð“) ritað með stöfum úr persneska stafrófinu. Merkið líkist túlípana og vísar til þeirrar trúar að túlípanar vaxi á gröfum þeirra sem deyja píslarvættisdauða. Merkið var hannað af Hamid Nadimi og formlega tekið í notkun 9. maí 1980.
Merkið er í unicode-stafasettinu með númerið U+262B (☫).