Menningartengsl Albaníu og Íslands
Menningartengsl Albaníu og Íslands (MAÍ) voru grasrótarsamtök sem störfuðu á Íslandi frá 1967 til 1991. Eins og nafnið bendir til höfðu þau á stefnuskrá sinni að efla menningarleg tengsl milli Íslendinga og Albana, auk þess að kynna fyrir Íslendingum þær hugmyndir sem voru ríkjandi í Albaníu á þeim tíma. Félagið gaf eitthvað út af efni, þar á meðal ritið Heimsvaldastefnan og byltingin (árið 1986) eftir forseta Albana, Enver Hoxha (1908-1985). Þegar Flokkur vinnunnar missti pólitísk tök á Albaníu árið 1991 þótti ekki lengur ástæða til að halda Albaníufélaginu starfandi, og var það því lagt niður.