Menningarleg afstæðishyggja
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Menningarleg afstæðishyggja er sú hugmynd eða hugsunarháttur að ekki sé til æðri menning heldur aðeins mismunandi. Hugmyndin um menningarlega afstæðishyggju varð til sem viðmið í mannfræðirannsóknum hjá mannfræðingnum Frank Boas. Samkvæmt henni er ekki litið niður á tiltekna menningu heldur er hún skoðuð á hennar eigin forsendum og borin saman við menningu athugandans. Þetta þýðir að að neita þeim fyrirfram ákveðnu hugmyndum sem við höfum og hafa opinn huga og skoða hlutina útfrá samhengi sínu. Andstæðan við menningarlega afstæðishyggju er þjóðhverfa sem þýðir að telja sína menningu æðri öðrum og dæma aðra menningu útfrá sinni eigin, ekki útfrá aðstæðum og menningunni sjálfri. Menningarleg afstæðishyggja er því mikilvæg í hvers konar rannsóknum á menningarheimum. Má jafnvel segja að þetta hugtak sé grunnhugsun í öllum rannsóknum mannfræðinga. Því oft lenda þeir í aðstæðum sem eru ólíkar því sem þeir eiga að venjast og jafnvel siðferðislega eða hugmyndafræðilega krefjandi. Má þar nefna mannfræðing sem er staddur í litlu þorpi í Afríku þar sem er verið að fara að umskera konu. Á mannfræðingurinn að reyna að stöðva athöfnina því honum þykir hún röng, og hann veit að sýkingar og minnkuð gleði við kynlífsathafnir gætu komið í kjölfarið. Eða á hann að sætta sig við þetta því þetta er þeirra menning og jafnvel að taka þátt að því leyti sem hann getur og má til að skilja athöfnina og skrá hana.
Mannfræðingurinn Melford Spiro skipti menningarlegri afstæðishyggju í þrjá flokka: Lýsandi afstæðishyggja, siðferðisleg afstæðishyggja og þekkingarfræðileg afstæðishyggja. Lýsandi afstæðishyggja er þegar lagt er til hliðar eigið mat á heiminum, uppruna og menningu, þ.e. þjóðhverfuna, og litið er á málin hlutlaust. Siðferðisleg afstæðishyggja er þegar siðferðiskenndin skiptist ekki í gott og ekki gott. Í þekkingarfræðilegri afstæðishyggja er engin grunnþekking, hvað við vitum og hvernig við vitum það. Líkt og má ímynda sé eru fyrstu tveir flokkarnir mikilvægir til aðstoðar mannfræðingum, og jafnvel hverjum sem er við að leggja frá sér fordóma og líta opnum augum á aðra menningu. Þriðja tegundin, þekkingarleg afstæðishyggja, er aðeins erfiðari að meðhöndla því þar er efast um allt sem maður veit og hvernig maður viti það.
Þrátt fyrir að menningarleg afstæðishyggja sé mikilvæg hjá mannfræðingum þá getur hún einnig verið mikilvæg í daglegu lífi. Má taka sem dæmi kennara sem er lítið hrifin af innflytjendum en verður að vera fordómalaus, verður að beita menningarlegri afstæðishyggju þegar hann gefur Juan litla frá Kólumbíu einkunn svo uppruni hans lækki ekki einkunina hans.
Menningarlegt afstæði er ekki bara orð eða óljós hugmynd heldur skýr stefna um hugsunarhátt sem er mikilvægt að temja sér. Jafnvel hjá hverjum sem er, hvort sem er hjá mannfræðingi sem er í vettvangsferð í Afríku eða kennara sem hefur aldrei stigið fæti út fyrir íslenskt samfélag. Að ganga inní ókunnar eða öðruvísi aðstæður og ætla sér ekki að dæma neitt er erfiðara en það hljómar einkum og sér í lagi þegar það sem er að gerast þar brýtur gegn þinni innstu sannfæringu. Líkt og mannfræðingur sem kemur í lítið þorp og er búinn að dvelja þar lengi og kemur þá að fyrstu fæðingunni. Barnið fæðist en með einhvern smá líkamsgalla, þá þykir það sannað að barnið sé í einhverjum tengslum við hið illa og jafnvel við djöfulinn sjálfan og verður því að bera barnið út. Mannfræðingurinn getur ekki séð að barnið sé hið illa og á því afar erfitt með að sætta sig við aðgerðir þorpsbúa.
Það er mikilvægt að nálgast menningaheima með opnum huga en þó verður að passa sig því að tapa ekki gagnrýnu hugsuninni því þó það sé gott að geta skoðað báðar hliðar á málinu má maður ekki missa eigin skoðanir og telja að allt sé gott og gilt þar sem það gerist í annarri menningu, þessi hugmynd er líka afstæð og því undir hverjum og einum að temja sér gagnrýna hugsun, hún hentar sumum en öðrum ekki. Að geta ekki séð hvað er rétt getur valdið því að við eigum að samþykkja þjóðernishreinsanir undir því flaggi að við séum mannfræðingar og okkar menningarlega afstæðishyggja neiti okkur um að taka ákvarðanir gegn því sem gerist utan menningu okkar.
Við búum í fjölþjóðlegu samfélagi, okkar samskipti við aðrar hugmyndir og aðrar þjóðir heldur áfram að aukast með hverjum deginum. Í dag eru fréttir af Múslimum sem eru reiðir við Dani útaf móðgunum í garð þeirra raunveruleikinn. Umburðalyndi og skilningur verður mikilvægari eftir því sem alþjóðavæðingin snertir á fleiri hliðum í lífinu. Mannfræðingar verða að halda áfram að skoða og skilgreina mismunandi menningar, og til þess er nauðsynlegt að geta gert það laus við þjóðhverfu.
Heimildir og ítarefni
breyta- Barzilai, Gad. Communities and Law: Politics and Cultures of Legal Identities (Ann Arbor: University of Michigan Press, 2003).
- Billet, Bret L. Cultural Relativism in the Face of the West: The Plight of Women and Female Children (Palgrave Macmillan, 2007).
- Hunt, Robert C. Beyond Relativism: Comparability in Cultural Anthropology (AltaMira Press, 2007).
- Sandall, Roger. The Culture Cult: Designer Tribalism and Other Essays (Boulder, CO: Westview Press: 2001).
- Wong, David. Natural Moralities, A Defense of Pluralistic Relativism (Oxford: Oxford University Press, 2006).