Meese-skýrslan er skýrsla sem skilað var árið 1986 af rannsóknarnefnd um samfélagsleg áhrif kláms sem skipuð var af Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Skýrslan sem var í daglegu tali nefnd í höfuð Edwin Meese, Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna á síðara kjörtímabili Ronald Reagan (1985-88) sem skipaði nefndina árið 1985. Formlegur titill skýrslunnar er Final Report of the Attorney General's Commission on Pornography. Formaður nefndarinnar var Henry E. Hudson, aðstoðardómsmálaráðherra í Virginíu-fylkis, en Hudsan hafði meðal annars unnið sér það til frægðar að stofna „baráttusveit gegn klámi“ í Arlington-borg, og banna klám í borginni. Meðal annarra nefndarmanna var James Dobson, formaður Focus on the Family, samtaka sem veittu kristna hjónabands- og fjölskylduráðgjöf.

Mikilvægur hvati að skipun nefndarinnar var vaxandi áhyggjur af tengslum klámfíknar og ofbeldis á níunda áratugnum. Mikið safn klámefnis hafði meðal annars fundist við húsleit hjá John Hinckley Jr. sem reyndi að ráða Ronald Reagan af dögum 30 mars 1981.

Meese sagði að nefndin væri grundvölluð á þeirri hugmynd að „tilgangur lýðræðis felist ekki bara í því að stjórnmálakerfi þess starfi rétt, heldur einnig að stuðla að góðu lífi og góðu samfélagi.“  Nefndarmenn héldu fundi og ræddu við vitni, hagsmunaaðila og fórnarlömb kláms og klámiðnaðarins, heimsóttu klámbúllur víðsvegar um Bandaríkin. Rannsóknarvinna nefndarinnar tók ár, og skilaði nefndin að henni lokinni 1.960 blaðsíðna skýrslu, þar á meðal umfangsmikinn viðauka þar sem skráðir voru orð fyrir orð titlar tímarita og klámmynda. Meginniðurstaða skýrslunnar var sú að klám stuðlaði að ofbeldi og því ætti að meðhöndla það eins og hverja aðra félagslega ógn.[1]

Viðbrögð

breyta

Skýrslan vakti mikil viðbrögð og umræður. Niðurstöður hennar féllu í góðan jarðveg hjá bandarískum almenningi og nutu bæði stuðnings róttækra femínista á borð við Andreu Dworkin og kristinna íhaldsmanna.

Aðrir gagnrýndi skýrsluna fyrir að enduróma afturhaldssamar hugmyndir, horfa framhjá ákvæðum stjórnarsrkár Bandaríkjanna um tjáningarfrelsi auk þess að byggja á vafasömum grunni.[2] Gagnrýnendur héldu því hins vegar fram að nefndin hefði aðeins getað náð slíkri afgerandi niðurstöðu með því að hunsa yfirgnæfandi meirihluta félagsvísindamanna sem höfðu ekki getað sýnt fram á fylgni milli kláms og ofbeldis. Judith Becker, annar tveggja félagsvísindamanna í nefndinni, var útilokuð í niðurstöðum skýrslunnar. Innan nefndarinnar var ágreining um hvernig ætti að skilgreina fórnarlamb kláms. Hudson svaraði gagnrýninni með að segja félagsvísindin ónýtan mælikvarða á sjálfsvirðingu og mannlega reisn. Hann taldi velsæmið eitt krefjast þess að vanvirðandi myndir, svo sem þær „sem fela í sér líflausa hluti sem notaðir eru til að komast í kynfærum annarrar manneskju,“ væru bannaðir. Siðferðileg gildi væru æðri vísindalegum mælikvörðum. Barry Lynn, talsmaður borgararéttindasamtakanna ACLU, sagði að skýrslan væri „lítið annað en tepruskapur og siðferðislegar vandlætingar falið með félagsvísindalegu tungutaki.“[1]

Ted Bundy-viðtalið

breyta

Eftir birtingu skýrslunnar bauð raðmorðinginn Ted Bundy, sjónvarpspredíkaranum James Dobson, sem var einn af nefndarmönnum, að taka við sig sjónvarpsviðtal. Viðtalið var tekið upp 24 janúar 1989, daginn áður en Bundy var tekinn af lífi. Viðtalið var hið fyrsta og eina sem Bundy veitti. Í viðtalinu sagði Bundy að lestur skýrslunnar hefði sannfært sig um að klámfíkn hefði ýtt undir ofbeldishneigð hans og glæpi. Þó sumir fræðimenn telji að Bundy hafi meint það sem hann sagði og að hann hafi horfst í augu við eigin klámfíkn, telja aðrir að þessi játning hans hafi ekki verið annað en tilraun til að varpa ábyrgðinni af eigin glæpum yfir á samfélagið.[3]

Dobson taldi að játning Bundy sýndi fram á skaðleg áhrif kláms og kallaði í kjölfarið eftir því að Bundy yrði náðaður. Sala á Bundy-upptökunum öfluðu Dobson yfir 1 milljón bandaríkjadala í tekjur en rúmlega helmingur peninganna rann til baráttuhópa andstæðinga þungunarrofs og samtaka sem börðust gegn klámi.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 Hartman, A. (2019). Conclusion to the Second Edition. A war for the soul of America: A history of the culture wars (önnur útgáfa, bls. 145). Chicago: The University of Chicago Press.
  2. Robert H. Burger "The Meese Report on Pornography and Its Respondents: A Review Article", The Library Quarterly: Information, Community, Policy Vol. 57, No. 4 (Oct., 1987), pp. 436-447
  3. WILBANKS, DR WILLIAM. „EXPERT WARNS: DON'T SWALLOW BUNDY'S LINE“. Sun-Sentinel.com (bandarísk enska). Sótt 5. janúar 2021.