Medeú
(Endurbeint frá Medeo)
Medeú (kasakska: Медеу) er Ólympíuskautasvæði sem er í Tian Shan fjöllum, sunnan Almaty í Kasakstan. Medeú er stærsta skautasvæðið í Mið-asíu og er eitt af þeim frægustu í heimi. Söngvakeppnin Voice of Asia er haldin í Medeú árlega. Medeú er í 1691 metra hæð. Eftir að Sovétríkin féllu hefur verið mjög dýrt fyrir Kasakstan að halda Medeú uppi. Medeú er einnig nálægt Sjimbúlak (Шымбұлақ) skíðasvæðinu.