Meconopsis chankheliensis
Meconopsis chankheliensis[1] er blásól ættuð frá V-Nepal.[2] Hún blómstrar stórum rauðleitum blómum, í 0,4-1,5m, skúf eða klasa upp úr hvirfingu fjaðurflipóttra, lensulaga grænna blaða. Hún vex í nokkur ár og deyr svo eftir blómgun (eins og tvíærar jurtir, "monocarpic").[3]
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Meconopsis chankheliensis Grey-Wilson | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Papaver chankheliense (Grey-Wilson) Christenh. & Byng |
Nýlaga hefur verið farið yfir flokkun silkiblásólar (Christopher Grey-Wilson 2006)[4] og fjórar tegundir stofnaðar úr henni: M. chankheliensis, M. ganeshensis, M. staintonii og M. wilsonii, einnig hefur M. wallichii verið endurvakin. Það gerir silkiblásól einvörðungu gulleita á lít. Litur hinna getur verið frá rauðu yfir í blátt.
Silkiblásól er sögð hafa verið reynd hérlendis[5] en líklega gæti það átt við einhverja af fyrrnefndum tegundum eða blending silkiblásólar.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Meconopsis chankheliensis Grey-Wilson | COL“. www.catalogueoflife.org. Sótt 27. janúar 2024.
- ↑ „Meconopsis chankheliensis Grey-Wilson | Plants of the World Online | Kew Science“. Plants of the World Online (enska). Sótt 27. janúar 2024.
- ↑ Christopher Grey-Wilson (2014). The genus Meconopsis - Blue poppies and their relatives. Kew Publishing Royal botanic gardens, Kew. bls. 79-80. ISBN 978-1-84246-369-7.
- ↑ Grey-Wilson, 2006. The True Identity of Meconopsis Napaulensis DC. Curtis's Botanical Magazine, Volume 23, Number 2, May 2006, pp. 176–209(34)
- ↑ Akureyrarbær. „Garðaflóra“. Lystigarður Akureyrar. Sótt 26. janúar 2024.