Meðgöngutími
Meðgöngutími er orð sem haft er um það tímabil sem líður frá getnaði til fæðingar hjá þeim dýrategundum, sem hafa innri frjóvgun og fæða lifandi unga. Lengd meðgöngunnar er mjög mismunandi eftir tegundum. Um þetta er ágæt minnisvísa, sem tiltekur lengd meðgöngutíma ýmissa tegunda í vikum og var gagnleg í bændasamfélaginu:
- Kötturinn níu, tíkin tíu, tuttugu ærin;
- fjörutíu konan, kýrin;
- kapallinn dregur lengstan vírinn (eða: kapallinn dregur lengst í vírinn).
- Kötturinn níu, tíkin tíu, tuttugu ærin;
Hér er vert að taka eftir því að meðgöngutími hryssu (kapals) er ekki tiltekinn í vísunni að öðru leyti en því að hann er yfir 40 vikur. Þeir sem telja sig hafa vit á, tala um að meðganga hjá hryssum taki um ellefu mánuði, sumir segja 335 +/- 10 dagar.